smari.mulloG.com
Heim
Myndir
Linkar
Leikir
Skemmtiefni
Brandarar
Gestabók

Brandarar

Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar
vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann þekkja hann.
Einn daginn í vinnunni í kafflhélinu voru menn að tala um Björk
Guðmundsdóttur.
Þá heyrðist í Guðmundi: "Já, Björk, hún er nú góð stelpa".
Vinnufélagi: "Guðmundur, þekkir þú Björk"
Guðmundur: "Já, hún er mjög fín"
Vinnufélagi: "Djöful... kjaftæði Guðmundur, Við erum kominir með nóg af
þessu. Þú þykist þekkja alla.
Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig.

Nokkrum dögum síðar í vinnunni
Vinnufélagi: "Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á
morgun"
Guðmundur: "Já Svíakonungur, það er nú góður karl"
Vinnufélagi: "Þekkir þú líka Svíakonung"
Guðmundur: "Já, Já ég þekki hann mjög vel"
Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir búnir að fá sig full sadda á þessu
kjaftæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta.

Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög
einkennilegt.
Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli í
móttökunefnd að taka á móti Svíakonungi og heilsuðust Guðmudur og
Svíakóngur
með virtum.
Vinnufélagirnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum
sögum Guðmundar.

2 dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann ásamt konu sinni væri
að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu.
Þá heyrðist í Guðmundi: "Páfinn, Já, Það er nú góður maður"
Yfirmaður: "Guðmundur, þekkir þú nú páfann líka"
Guðmundur: "Já, Já auðvitað, ansi fínn karl en svolítið gamall"
Yfirmaður: "Guðmundur, nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til
Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum.
Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki
splæsir þú.
Guðmundur: "ok"

Á Ítalíu
Guðmundur og Yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og kirkjan var
fullsetin.
Þegar messan var búinn gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að
púltinu þar sem páfinn var.
Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman.
Siðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í
fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með
óráði og fólk stumrandi yfir honum.
Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er
að vakna aftur til lífsins.
Guðmundur: "Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?"
Yfirmaður "Nei , nei þegar þú varst að tala við páfann þá bankaði Robert
DeNiro í öxlina á mér og spurði mig:
"Who is that guy standing beside Guðmundur".


-------------------------------------------------------------------------

Nokkrir menn eru samankomnir í búningsklefa í íþróttahúsi eftir æfingu. Allt í einu hringir farsími á einum bekknum. Einn mannanna tekur upp símann og eftirfarandi samtal á sér stað:
-Halló.
-Elskan, þetta er ég.
-Yndið mitt!
-Ertu í íþróttahúsinu?
-Já
-Frábært! Ég er í Kringlunni og þar sá ég frábæran minkapels. Hann er algjört æði. Má ég kaupa hann?
-Hvað kostar hann?
-Bara 120 þúsund.
-Jæja, allt í lagi. Kauptu hann bara ef þér finnst hann svona æðislegur.
-Ahh, ég kom líka við í Bílabúð Benna og sá Porche 911 Turbo 2001 módelið. Ég sá einn bíl sem ég féll í stafi yfir. Ég talaði við sölumanninn sem var tilbúinn í að gefa mér góðan afslátt og þar sem við þurfum hvort sem er að skipta á BMW-inum sem við keyptum í fyrra.
-Hvaða verð bauð hann þér?
-Aðeins tæpar sjö milljónir.
-Allt í lagi. Sláum bara til.
-Frábært! Það var eitt enn.
-Hvað?
-Það gæti virst dálítið stór ósk, en ég hef verið að fara yfir bankainnistæðuna þína og kom við í morgun hjá fasteignasölunni og sá húsið sem við skoðuðum í fyrra. Það er á tilboði! Manstu? Húsið með sundlauginni og stóra garðinum.
-Og hvað vilja þeir fá fyrir húsið?
-Aðeins um 40 milljónir. Frábært verð. Ég sé að við eigum samt einhvern afgang inni á reikningnum.
-Já, þú segir nokkuð. Farðu og keyptu það en gerðu tilboð upp á 37 milljónir.
-Allt í lagi, elskan. Takk! Sé þig á eftir! Ég elska þig!!!
-Bless, ég líka.
Maðurinn leggur á, lyftir upp símanum og spyr viðstadda:
-Veit einhver hver á þennan síma?

---------------------------------------------------------

Hér er lítt-þekkt staðreynd:

Japanir borða mjög lítið af fitu og fá sjaldnar hjartaföll en Bandaríkjamenn og Bretar.

Á hinn bóginn borða Frakkar mjög mikið af fitu, en fá samt sjaldnar hjartaáföll en bæði Bretar og Bandaríkjamenn.

Af þessu sést:

Þú mátt éta það sem þú vilt: það er enskan sem drepur!


------------------------------------------ --------------------------------------

Jónas hrigdi í mig og sagði „Ég var á leiðinni í vinnu í morgun þegar ég leit yfir á hina akreinina og sá þá konu í glænýjum Súbarú á 90 kílómetra hraða með andlitið klesst upp við baksýnisspegilinn að reyna að draga ælæner í kringum augun á sér!

Ég horfði frá henni í nokkrar sekúndur, en þegar ég leit á hana aftur, þá var hún komin hálfa leið inn á mína akrein og enn að reyna að mála sig.

Mér brá svo hrottalega að ég missti rafmagnsrakvélina mína og hún sló kleinuhringinn úr hinni hendinni á mér.

Í látunum við það að rétta bílinn minn af með hnjánum á stýrinu, þá datt farsíminn minn af eyranu á mér oní kaffibollann sem ég var með á milli læranna og við það missti ég samband við mjög mikilvægan kúnna!

ÞESSAR KELLINGAR KUNNA EKKERT AÐ KEYRA !!


----------------------------------------------- ---------------------------------

Konur verða furðulegar á 28 daga fresti. Þá er hreint ekki sama hvað er sagt við þær og hvernig. Hér er listi yfir það hvernig best er að orða ýmislegt á þessum tíma og hvað maður ætti að forðast:

Í LAGI: Hvert langar þig að fara eftir mat?
BETRA: Á ég að hjálpa þér með matinn?
HÆTTULEGT: Hvað er í matinn?

Í LAGI: Vá! Svaka gella!
BETRA: Ja hérna, brúnt fer þér frábærlega.
HÆTTULEGT: Ætlarðu að vera í ÞESSU?

Í LAGI: Hérna er fimmþúsundkall.
BETRA: Getur verið að við séum að gera of mikið úr þessu?
HÆTTULEGT: Hvað er eiginlega að pirra þig?

Í LAGI: Langar þig í vínglas með þessu?
BETRA: Það er fullt að eplum eftir.
HÆTTULEGT: Heldurðu að þú ættir að vera að skófla þessu í þig?

Í LAGI: Mér finnst þú alltaf svo æsandi í þessum slopp.
BETRA: Ég vona að þú hafir hvílst vel í dag.
HÆTTULEGT: Og hvað hefur ÞÚ verið að gera í allan dag?


--------------------------------------------- -----------------------------------

Séra Jónas kom söfnuði sínum á óvart þegar hann tilkynnti úr predikunarstólnum einn sunnudaginn að hann ætlaði að hætta prestskap og flytja á suðlægari slóðir.

Eftir messuna kom eina af eldri konunum í söfnuðinum til hans og sagði „Æ, Séra Jónas, við eigum eftir að sakna þín svo miikið. Við viljum alls ekki missa þig!“

Séra Jónas var góðhjartaður maður, svo hann talaði blíðlega til konunnar og sagði „Svona nú, Guðríður mín, presturinn sem kemur í minn stað verður jafnvel betri en ég.“

„Já, Séra Jónas,“ sagði Guðríður með trega í röddinni. „Það var akkúrat það sem þeir sögðu síðast líka...“

--------------------------------------- -----------------------------------------

Guðmundur og Jónas voru að tala saman og Guðmundur sagði við Jónas „Veistu, Jónas, ég er svona um það bil að verða tilbúinn að fara í frí aftur, en þetta árið ætla ég að gera svolítið öðruvísi.“

„Hvað áttu við?“ spurði Jónas.

„Jú, sko, sjáðu,“ sagði Guðmundur. „Ég hef undanfarin ár spurt þig ráða varðandi hvert ég á að fara í frí og farið eftir því sem þú sagðir. Fyrir þrem árum, þá sagðirðu mér að ég ætti að fara til Krítar. Ég fór til Krítar og það var eins og við manninn mælt, að Sæfríður konan mín varð ólétt. Í hitteðfyrra, þá sagðirðu mér að fara til Mæjorka og ég fór til Mæjorka og Sæfríður varð ólétt undir eins. Í fyrra ráðlagðirðu mér að fara til Kanaríeyja og ég fór þangað og hvað gerðist? Sæfríður varð ólétt.“

Jónas spurði „Hvað ætlarðu þá að gera öðruvísi þetta árið?“

Guðmundur svaraði „Í ár ætla ég að taka Sæfríði með í ferðina.“


---------------------------------------- ----------------------------------------

Spurning: Hvernig á að koma fram við konu?
Svar: Koma (enn og aftur) fram við hana eins og hún væri bíll

Athugaðu að hægt sé að taka toppinn niður þannig að hann líti flott út þegar heitt er í veðri.
Athugaðu að þú þurfir ekki að eyða hálfum mánaðarlaununum í aukahluti fyrir hann.
Eru línurnar eins og þú vilt hafa þær?
Er innréttingin þægileg?
Athugaðu að hann láti vel að stjórn.
Gáðu að því að hann sé alltaf hreinn að innan.
Athugaðu að þú þurfir ekki að kaupa sérfræðivinnu við hann.
Gáðu á kílómetramælinn og skoðaðu feril fyrri eigenda.
Settu barnalásinn á.
Því yngri því betri.
Athugaðu að hann bili ekki fyrirvaralaust við eðlilega notkun

--------------------------------------------------- -----------------------------

Magga og Sæfríður vinkona hennar voru að spjalla saman yfir kaffibolla (eins og konur stundum gera;-)

Sæfríður spurði „Heyrðu Magga, hvernig er kynlífið hjá þér þessa dagana?“

Magga svaraði „Oooo, bara svona, þú veist, félagsmálakynlíf.“

„Ha, hvað meinarðu, félagsmálakynlíf?“ spurði Sæfríður.

„Það er svona þegar maður fær smá í hverjum mánuði en aldrei alveg nóg,“ svaraði Magga

------------------------------------------------------------------------------------

Jónas kom til Reykjavíkur og fékk sér herbergi á Hótel Sögu. Seint um kvöldið kom hann niður tröppurnar niður í móttökuna, greinilega mjög drukkinn, reyndi að ganga eins beint og hann gat og gaf sig á tal við afgreiðslumanninn í móttökunni.

"Heyrðu, elsku kallinn minn," drafaði hann, orðinn vel pæklaður af innihaldinu á mini-barnum. "Sko, veistu, með þetta herbergi sem þú lést mig í, ég bara verð að fá annað."
"Því miður," sagði afgreiðslumaðurinn. "Það vill bara svo til að það er dálítið mikið að gera hjá okkur núna, næstum því hvert einasta herbergi er upptekið og það er orðið svo áliðið að ég er hræddur um að það sé bara ekki gerlegt."
"Ja, shko, mér er alveg sama," sagði Jónas, "ég bara verð að fá annað herbergi.
"Er eitthvað að herberginu sem ég let þig fá, er það óþægilegt eða eitthvað?" spurði afgreiðslumaðurinn.
"Nei-nei, kallinn minn, þetta er alveg ágætis herbergi, þægilegt og allt það, það er ekki það, sko -- ég bara verð að fá annað."
"Þú mundir kanski vilja segja mér af hverju þú þarft allt í einu að fá annað herbergi, fyrst það er ekkert að hinu?" spurði afgreiðslumaðurinn.
Jónas hallaði sér að honum og hvíslaði "Ef þú vilt endilega fá að vita það, þá er kviknað í því."


------------------------------------------------- -------------------------------

Magga ók hring eftir hring í kringum hringtorg. Að lokum kom lögreglumaður og stoppaði hana og sagði við hana: "Ég er búinn að fylgjast með þér þó nokkuð lengi og á þeim tíma ert þú búin að fara 247 sinnum í kringum hringtorgið hérna."
"Ég veit," sagði Magga. "En það er ekki mér að kenna. Stefnuljósið mitt er bilað!"


------------------------------------------------- -------------------------------


Jónas fann upp alveg skothelda aðferð til að losa sig við stress dagsins. Á hverju kvöldi þegar hann fór að hátta settist hann á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og hennti honum af öllu afli í gólfið. Síðan tók hann af sér hinn skóinn og henti honum af öllu afli í gólfið. Með þessu fann hann stress og streitu dagsins líða af sér með skónum.

Dag nokkur kom maðurinn á hæðinni fyrir neðan að máli við hann og sagði honum að það væri óþægilegt fyrir hann og konuna hans að þurfa að búa við þennan hávaða á hverju kvöldi, hvort Jónas gæti ekki sleppt því að grýta skónum sínum í gólfið. Jónas afsakaði sig mikið og bar við hugsunarleysi. Auðvitað myndi hann taka tillit til þeirra og gera þetta ekki aftur.

Nokkrum dögum seinna kom Jónas seint heim eftir erfiðan dag, Settist á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og hennti honum af öllu afli í gólfið. Þegar hann var að taka af sér hinn skóinn mundi hann eftir granna sínum og lagði þann skó gætilega frá sér og fór að sofa.

Tveim klukkutímum seinna var hringt á bjölluna hjá Jónasi. Þar var kominn granninn á hæðinni fyrir neðan, óður af bræði. Hann öskraði "Viltu gjöra svo vel að kasta hinum skónum líka, svo við getum farið aftur að sofa!!"


------------------------------------------------- -------------------------------

Farandsölumaður sem var að selja sjónvarpstæki af nýjustu og bestu gerð bankaði uppá hjá Jónasi og Möggu. Hann sýndi þeim tækið sem hann vara að selja og m.a. til að sýna þeim hvað fjarstýringin var öflug þá fór hann inn á klósettið og notaði hana þaðan. Það er óþarfi að taka það fram að Jónasi og Möggu leist svo vel á tækið að þau keyptu það strax.

Núna finnst þeim mjög gaman að horfa á 50 tommu sjónvarp í lit, dólbí steríó, surránd hljóði og hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Það eina sem fer í taugarnar á þeim er að þurfa að fara inn á klósett til að skipta um rás

----------------------------------------------------------------

Stærðfræðikennari, sem mörgum stóð nokkur stuggur af, hafði þann hátt á að taka nemendur upp að töflu og láta þá glíma við stærðfræðidæmi. Tíðum lentu nemendurnir í miklum hrakförum við töfluna við litla hrifningu kennararns.
Nemandi sem hafði ekki gaman af stræðrfræði kveið mjög fyrir því að fara upp að töflu og skömmu áður en röðin kom að honum brá hann á það ráð að skrifa helstu stærðfræðiformúlur í lófa sér. Glíma hans við töfludæmin gekk þokkalega í byrjun en síðan seig á ógæfuhliðina er hvert dæmið á eftir öðru reyndist honum óreiknanlegt. Er hann hafði staðið aðgerðarlaus við töfluna um stund spurðu stærðfræðikennarinn hvassyrtur:
"Ertu gjörsamlega strand, drengur?"
"Já" muldraði strákurinn kvíðinn
"Nú, sérðu það ekki í hendi þér hvernig á að leysa þessi dæmi?" spurði kennarinn þá en fátt varð um svör af hálfu nemandans sem reyndi að fela hendur sínar.......

--------------------------------------------------------------

Þegar Finnar voru undir járnhæl Sovétríkjana sálugu gerðist það eitt sinnað finski sendiherrann í Stokkhólmi fór út í búð til að kaupa klósettpappír.Hann lagði mikla áherslu á það afgriðslumanninn að pappírinn væri tvöfaldur.-Rúsarnir heimta nefnilega afrit af öllu sem við gerum.

---------------------------------------------------------

Tveir hafnfirðingar voru úti að ganga og allt í einu þurfti einn að pissa og hinn ákvað að fara líka að pissa og þeir fóru upp að ljósataur og þeir birjuðu að pissa.Svo kom löggann og sagði:Þið megið ekki pissa á almannafæri. Þeir renndu upp rennilásnum og þegar löggan var farin þá sagði einn; þarna plataði ég hann! Ég renndi upp rennilásnum en hætti ekki að pissa!

------------------------------------------------------------

Þrír menn voru að metast um hver ætti feitustu konuna,Sá fyrsti sagði: Konan mín er svo feit að hún kemst Ekki út úr húsi : Það er ekkert mín kona er svo feit að hún kemst ekki út um bílskúrs hurðina. : Konan mín er svo feit að þegar ég fer með nærbuxurnar hennar í hreinsun segja þeir : við tökum ekki við sirkhústjaldi.

------------------------------------------------------------

Einu sinni þurfti að fækka hershövðingjum í Pentagon og þeir í Pentagon ákveðu að borga hershövðingjum 100,000 fyrir hvern sentímetra sem hægtværi að mæla á einkerjum stað sem þeir réðu á líkama sínum.Sá fyrsti vildi láta mæla á milli tá og haus,og fór út með væna fúlgu.Sá næsti vildi láta mæla á milli tá og fingurgóma með hendur upp í loft og fór sömuleiðis út með væna fúlgu.
sá þriðji vildi láta mæla á milli kóngsins og eistans og þeir í Pentagon sögðu þá: sástu ekki hvað hinir fóru með mikið út. Enn hann var gamall og þrjóskur og vildi láta gera þetta. Og þeir vildu fá lækni til þess læknirinn birjaði að mæla , svo öskraði hann: Hvar er eistað á þér þá sagði sá gamli: Í Víetnam!

---------------------------------------

Einu sinni var maður sem hafði mikin áhuga af boxi.Hann átti páfagauk.Sem kunni að tala. Eitt sinn fór hann með hann á boxleik og þar voru allir að öskra „-kýl’ann á kjammann“og páfagaukurinn lærði að segja það.Svo fóru þeir í kirkju og þar spurði presturinn söfnuðinn.- Hvað mynduð þið gera ef að guð stæði hér í kirkjunni? Þá öskraði páfagaukurinn:-kýl’ann-á kjammann.

----------------------------------------------

Ljóska kom inn á bókasafn,labbaði beint að bókasafnsverðinum og sagði:Mig langar að bera fram hvörtun!Nú,yfir hverju?spurði bókasafnvörðurinn.Ég fékk bók hérna fyrir viku og mig langar bara að vita hverjum dettur í hug að kaupa svona rusl og lána síðan saklausu fólki þetta.Hvað segirðu,hvað var eginlega að bókinni. það voru allt,allt of margar sögupersónur,maður gat aldrei kinnst þeim og síðann var gjörsamlega engin söguþráður.ah þú hlítur að vera konan sem tók símaskránna.

Nýtt
Myndir
SFCave 3D

Bloggið

___________________

Hvort finnst þér þessi eða gamla síðan (www.smari.cjb.net) flottari?
Þessi er miklu flottari
Gamla
Hef ekki séð gömlu
  
6/02/03 21:14
©Smári Guðnason 2002